Misvægi atkvæða og 5% þröskuldurinn
Nýafstaðnar kosningar vörpuðu skýru ljósi á hversu úrelt kosningarkerfið er. Í fyrsta lagi virtist lengi vel að Píratar, flokkur sem mældist með um 4,6%-4,8% nánast alla nóttina, næði ekki manni inn á þing. Á bak við það atkvæðahlutfall standa rúmlega 4.000 kjósendur. Þá þurrkuðust um 12 þúsund atkvæði út með "litlu framboðunum". Það er frekar einföld stærðfræði að sérhagsmunir stórra flokka felast í að breyta ekki þessum þröskuldi, enda græða þeir á mörgum litlum framboðum. Hlutfallslegur styrkur þeirra eykst bara í þeim tilvikum og þ.a.l. þingstyrkur. Íslenska kosningakerfið setur met í misvægi atkvæða, og á "vinninginn" í samanburði við öll önnur þróuð lýðræðisríki. Misvægi atkvæða milli kjördæma er allt að tvöfalt. Að mínu mati er það hreint mannréttindabrot.