Áhugaverður fyrirlestur um uppboðsleiðina í sjávarútvegi
Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við Háskólann í Tromsö, heldur opinberan fyrirlestur í boði Hagfræðideildar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. mars n.k. Í fyrirlestrinum tekur hann fyrir viðfangsefni sem hefur víðtæka skírskotun í íslenskum sjávarútvegi og nefnir fyrirlesturinn: THE ECONOMIC AND SOCIAL JUSTIFICATION OF FISHING QUOTA AUCTIONING (Hagrænt og félagslegt réttlæti með uppboði aflaheimilda) Fyrirlesturinn hefst kl. 11.45 og fer fram í Hátíðasal Háskólans.