Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
föstudagur
mar.212014

Áhugaverður fyrirlestur um uppboðsleiðina í sjávarútvegi

Torbjörn Trondsen, prófessor í sjávarútvegsfræðum við Háskólann í Tromsö, heldur opinberan fyrirlestur í boði Hagfræðideildar Háskóla Íslands, þriðjudaginn 25. mars n.k.

Í fyrirlestrinum tekur hann fyrir viðfangsefni sem hefur víðtæka skírskotun í íslenskum sjávarútvegi og nefnir fyrirlesturinn:

THE ECONOMIC AND SOCIAL JUSTIFICATION OF FISHING QUOTA AUCTIONING
(Hagrænt og félagslegt réttlæti með uppboði aflaheimilda)

Fyrirlesturinn hefst kl. 11.45 og fer fram í Hátíðasal Háskólans.

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna vekur athygli félagsmanna á þessum áhugaverða fyrirlestri eins fremsta sérfræðings Norðurlandanna í úthlutun fiskveiðiheimilda og efnahagsleg og félagsleg áhrif útboðsleiðarinnar. Hér kemur mikilvægt sjónarhorn að utan í þá umræðu sem fram fer um yfirvofandi breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á Íslandi og veiðigjöldum. Hvetjum félagsmenn til að mæta og vekja athygli annarra á þessum fyrirlestri.

Torbjörn er fæddur 1948.  Hann lauk dr. scient prófi í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum í Tromsö árið 1985.  Rannsóknir hann snúast m.a.um fyrirkomulag á úthlutun aflaheimilda, án endurgjalds eða á opinberum leigumarkaði. Hann hefur rannsakað skipulag virðiskeðjunnar í sjávarútvegi víða um lönd. Hann var m.a. fenginn til að gefa álit á kvótaúthlutunum í Chile, hann hefur rannsakað samkeppnishæfni norsks saltfisks á Spáni og samspil kvótakerfa og markaðssetningar.  Torbjörn hefur skrifað fjölda greina og bóka, einn eða með öðrum um markaðssetningu fiskafurða og um fiskveiðistjórnun.

 

 

 

« Aðalfundur FFJ | Main | Tekst að afstýra stórslysi í utanríkismálum? »