Glærur frá fundi um "Fjármagnshöft á mannamáli"
Fundur FFJ um "Fjármagnshöft á mannamáli", sem haldinn var þriðjudagskvöldið 9. september sl. í Hannesarholti við Grundarstíg, var vel sóttur og voru fundarmenn nokkru vísari að honum loknum um viðfangsefnið. Framsögumenn voru Ásdís Kristjánsdóttir forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull og stjórnarmaður í FFJ. Fundarstjóri var Dagbjört Hákonardóttir varaformaður FFJ. Líflegar umræður með spurningum og svörum sköpuðust efir framsöguerindin.
Glærur Ásdísar má sækja hér (PDF skrá, um 450 kílóbæti).
Glærur Vilhjálms má sækja hér (PDF skrá, um 2.700 kílóbæti).