Aðalfundur FFJ 2021
Aðalfundur 2021
Haldinn á KEX Hostel við Skúlagötu, Reykjavík
4. nóvember 2021
Fundargerð
Fundur var settur kl. 19:40 og gengið til dagskrár skv. lögum félagsins. Dagbjört Hákonardóttir var kjörin fundarstjóri og Freyja Steingrímsdóttir fundarritari.
1. Lagabreytingar.
Engar tillögur voru gerðar um lagabreytingar.
2. Endurskoðaðir reikningar.
Vilhjálmur Þorsteinsson féhirðir lagði fram yfirlit bankareikninga félagsins. Þar kemur fram að engar tekjur eða gjöld hafa verið í félaginu síðan 1.1. 2018, önnur en vaxtatekjur af innlánsreikningi og fjármagnstekjuskattur af þeim. Af þeim sökum er ekki talin þörf á sérstakri endurskoðun reikninga. Staða bankareikninga félagsins á aðalfundardegi er samtals kr. 69.897.
Aðalfundur samþykkti skýrslu féhirðis samhljóða.
3. Kosning aðalstjórnar.
Sjö framboð bárust til setu í aðalstjórn, jafnmörg og sæti í stjórninni eru: Dagbjört Hákonardóttir, Freyja Steingrímsdóttir, Guðrún Jóna Jónsdóttir, Haukur Hólm, Sindri Freyr Ásgeirsson, Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Fleiri framboð bárust ekki og þessi sjö voru því sjálfkjörin í stjórn félagsins.
4. Kosning varastjórnar.
Sjö framboð bárust til setu í varastjórn, jafnmörg og sæti í stjórninni eru: Arnar Guðmundsson, Ásta Guðrún Helgadóttir, Alexandra Ýr van Erven, Gunnar Tryggvason, Jónas Már Torfason, Hlöðver Skúli Hákonarson og Þórunn Sveinbjarnardóttir. Fleiri framboð bárust ekki og þessi sjö voru því sjálfkjörin í varastjórn félagsins.
5. Kosning skoðunarmanns reikninga.
Margrét S. Björnsdóttir var sjálfkjörin skoðunarmaður reikninga félagsins, án mótframboðs.
6. Önnur mál
Ályktun fundarins: Fundarstjóri lagði fram tillögu að ályktun fundarins. Eftir umræður var samþykkt að fela nýkjörinni stjórn að laga orðalag fyrirliggjandi tillögu að ábendingum fundarmanna og senda ályktunina út.
Að lokinni dagskrá var fundarritara falið að ganga frá fundargerð. Fundi var að því búnu slitið kl. 20:30. Þá tóku við almennar stjórnmálaumræður félagsmanna með þingmönnum Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Fundargerð ritaði Freyja Steingrímsdóttir