FFJ stækkar og dafnar
Félögum í FFJ fjölgar hægt og bítandi. Frá áramótum hafa yfir 30 manns bæst í félagatalið. Reikna má með að skriðþunginn aukist nokkuð fram að flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum þar sem flokksval er viðhaft.
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna var upphaflega stofnað þegar Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við Alþýðuflokkinn árið 1986. Félagið á sér gagnmerka sögu sem m.a. er hægt að kynna sér hér.
Nýir félagar geta skráð sig í félagið hér. Nauðsynlegt er að gefa upp eigið tölvupóstfang og verður staðfestingarpóstur sendur þangað sjálfvirkt. IP tala tölvunnar sem notuð er við skráningu er geymd til öryggis.
Við bjóðum nýja félaga velkomna og fögnum því að fá fleiri til þátttöku í umræðu, mótun og eftirfylgni frjálslyndrar jafnaðarstefnu.