Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
miðvikudagur
sep.042013

Ísland í 31. sæti 

Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, setur Ísland í 31. sæti á nýjum lista yfir samkeppnishæfni þjóða. Landið lækkar um eitt sæti á milli ára. "Alþjóðaefnahagsráðið [telur] að þrálátur veikleiki efnahagsumhverfisins og veikur fjármálamarkaður dragi úr samkeppnishæfni landsins," segir í grein vefmiðilsins visir.is. Þá kemur fram í grein á Eyjunni að íslenskt regluverk um erlenda fjárfestingu fái algjöra falleinkunn.

Ritstjórn FFJ telur einsýnt að gjaldeyrishöft og veikur gjaldmiðill skipti þarna meginmáli, ásamt öðru. Hvaða stefnu hefur ríkisstjórnin gagnvart þeim mikilvægu úrlausnarefnum til framtíðar? Eftir rúmlega 100 rólega daga, að undanskildum greftrinum undan afkomu ríkissjóðs á sumarþinginu, bólar enn hvergi á greiningu eða aðgerðum - öðrum en að loka á þann valkost að gerast aðilar að ESB og taka upp evru. Ekki mun slík lokun bæta samkeppnisstöðuna þegar fram í sækir.

« FFJ stækkar og dafnar | Main | Ofurgagnagrunnur ríkisins um öll þín viðskipti? »