Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
þriðjudagur
sep.032013

Ofurgagnagrunnur ríkisins um öll þín viðskipti?

Ríkisstjórnin hyggst nú enn reyna að koma í gegn um Alþingi frumvarpi sínu um breytingar á lögum um Hagstofu Íslands. Frumvarpið strandaði eftir fyrstu umræðu á sumarþingi enda voru gerðar við það alvarlegar athugasemdir í umsögnum. Meðal annars taldi Persónuvernd að með því væri bankaleynd fyrir bí á Íslandi.

Í frumvarpinu, eins og það lá fyrir sumarþingi, felst að Hagstofunni verði heimilt að "óska eftir upplýsingum af fjárhagslegum toga frá fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri um viðskipti þeirra við þriðja aðila", svo vitnað sé í greinargerð með því.

Það þýðir að Hagstofan getur þvingað þriðju aðila til að láta stofnuninni í té allar þær upplýsingar um viðskipti fólks sem stofnunin telur sig þurfa. Hér er ekki aðeins átt við banka heldur einnig t.d. krítarkortafyrirtæki, símafyrirtæki, fjölmiðlafyrirtæki, byggingavöruverslanir, húsgagnaverslanir, bifreiðaumboð og svo framvegis. Og upplýsingarnar eru ekki takmarkaðar við lánsviðskipti, heldur nær heimildin til "upplýsingar af fjárhagslegum toga um viðskipti", og lánveitingar aðeins nefndar sem dæmi um slíkar upplýsingar.

Þessar óhóflegu heimildir hljóta að verða skornar niður í meðförum Alþingis. Vonandi verður einnig gert skýrt að þeim ofurgagnagrunni sem þarna myndast um einkahagi landsmanna verði eytt hið fyrsta eftir að hann hefur þjónað tilgangi sínum, ef hann verður búinn til á annað borð.

En þótt út úr þessu kæmi viðsættanlegt frumvarp, sem nýttist við undirbúning skuldaleiðréttinga, er borin von að ofurgagnagrunnurinn sjálfur yrði tilbúinn fyrr en eftir dúk og disk, ef til vill seinni part 2014 í fyrsta lagi. Það þekkja þeir sem unnið hafa með samþættingu upplýsingakerfa og samkeyrslu upplýsinga. (Og hver á að borga kostnað fyrirtækja út í bæ af því að senda gögn sín inn í ofurgagnagrunninn á tilskildu formi?)

Þannig að ef ríkisstjórnin ætlar að bíða eftir ofurgagnagrunninum áður en hún ræðst í að ákveða umfang og form skuldaleiðréttinga er hætt við að landsmenn þurfi að bíða vel fram á 2015 eða lengur eftir efndum hinna metnaðarfullu kosningaloforða. Og er þetta þó aðeins einn lítill vinkill þess máls, af mörgum flóknum.

« Ísland í 31. sæti | Main | Glærur um sögu Félags frjálslyndra jafnaðarmanna »