Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
þriðjudagur
apr.302013

Misvægi atkvæða og 5% þröskuldurinn

Nýafstaðnar kosningar vörpuðu skýru ljósi á hversu úrelt kosningarkerfið er. Í fyrsta lagi virtist lengi vel að Píratar, flokkur sem mældist með um 4,6%-4,8% nánast alla nóttina, næði ekki manni inn á þing. Á bak við það atkvæðahlutfall standa rúmlega 4.000 kjósendur. Þá þurrkuðust um 12 þúsund atkvæði út með "litlu framboðunum". Það er frekar einföld stærðfræði að sérhagsmunir stórra flokka felast í að breyta ekki þessum þröskuldi, enda græða þeir á mörgum litlum framboðum. Hlutfallslegur styrkur þeirra eykst bara í þeim tilvikum og þ.a.l. þingstyrkur.

Íslenska kosningakerfið setur met í misvægi atkvæða, og á "vinninginn" í samanburði við öll önnur þróuð lýðræðisríki. Misvægi atkvæða milli kjördæma er allt að tvöfalt. Að mínu mati er það hreint mannréttindabrot. Bandaríkjamenn afgreiddu þetta snemma á 19. öldinni með dómi hæstaréttar þar í landi – „one man, one vote“ eins og frægt er.

Haldinn var þjóðfundur um stjórnarskrármál árið 2010 – þar sem um 950 manns tóku þátt og settu fram sína skoðun á stjórnskipan landsins. Talið er að um 750 manns sé nægilegt úrtak til að endurspegla þjóðarviljann (lágmark í skoðanakönnunum). Það sem lesa mátti einna skýrast úr niðurstöðum þjóðfundarins, var krafa þjóðarinnar um jöfnun atkvæðisréttar. Við þeirri kröfu verður að verða. Það er óréttlætanlegt að atkvæði þeirra er búa á landsbyggðinni, vegi meira en þeirra er búa í Reykjavík og í fjölmennari kjördæmum. Það þýðir líka að þeir flokkar sem eru sterkastir á landsbyggðinni vilja síður leiðrétta misvægið enda græða þeir á því. Byggðastefna er eitt, en við skerðum ekki grundvallarmannréttindi í lýðræðisþjóðfélagi með röksemdum um að byggðastefna felist í því að vægi kjósenda út á landsbyggðinni eigi að vera meira.

Ef ég segði nú t.d. að konur ættu að hafa meira atkvæðavægi en karlar sökum ójafnréttis, samkynhneigðir meira en gagnkynhneigðir, innfluttir ríkisborgarar frekar en innfæddir, yrði uppi fótur og fit. Í grunninn er þetta nákvæmlega það sama. Einum hópi kjósenda er veitt fyrirfram og kerfisbundið meira vægi en öðrum.

Í frumvarpi til nýrra stjórnarskipunarlaga er að finna tillögu að nýju kosningakerfi. Í meðförum stjórnlagaráðsins var fundin málamiðlun vegna allra sjónarmiða sem komu fram, bæði frá landsbyggðinni og Reykjavík. Flestir hafa verið svo uppteknir við að gagnrýna 2-3 ákvæði þess frumvarps að þeir gleyma þeim grundvallar réttarbótum sem það hefur að geyma. Stjórnarskrárfrumvarpið er svo sannarlega almannahagsmunafrumvarp, og umdeilt upp að vissu marki, en ótvírætt betra en gamla stjórnarskráin sem er fyrir löngu hætt að lýsa íslenskum veruleika. Allt að því frátöldu, að lesandinn hefur ekki nokkra hugmynd um uppbyggingu stjórnarskipunarinnar af lestri stjórnarskrárinnar. Hún er því ógegnsæ og óskýr um margt. Þegar rammi texta er opinn og óljós er staðreyndin sú að auðveldara er að fara frjálsum höndum um opinbert vald. 

Í alþingiskosningaákvæði nýja stjórnarskrárfrumvarpsins, nú 40. gr. (áður 39. gr.), er lagt til kjördæmavarið landskjör með opnun á persónukjör. Helstu rökin gegn ákvæðinu eru: „það er svo flókið“. Núverandi kosningakerfi er að sama skapi svo flókið að því hefur verið fleygt að 3 aðilar skilji það.  Í flestum löndum eru þessi kerfi flókin t.d. í Danmörku. Það er erfitt að tryggja réttlát og skynsamlegt kosningakerfi, og þá kunna útreikningar að vera flóknir. Þá er 5% þröskuldurinn afnuminn í tillögum ráðsins. 

Kosningarrétturinn er grundvöllur lýðræðisþjóðfélags. Í samfélagi sem kennir sig við jafnrétti hlýtur grundvallarjafnréttið að felast í einum manni, einu atkvæði. 

« Glærur um sögu Félags frjálslyndra jafnaðarmanna | Main | Með EES samninginn á heilanum »