Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
fimmtudagur
apr.112013

Marslögin tryggðu stöðu Íslands gagnvart erlendum kröfuhöfum

Hin margumrædda sterka samningsstaða Íslands gagnvart erlendum kröfuhöfum var búin til af ríkisstjórnarflokkunum með marslögunum svokölluðu 2012 þar sem erlendar eignir kröfuhafa voru teknar undir gjaldeyrishöftin. Framsóknarflokkurinn treysti sér ekki til að taka á kröfuhöfunum með þessum hætti og Sjálfstæðisflokkurinn greiddi atkvæði gegn marslögunum. En nú koma þessir sömu aðilar og byggja kosningaloforð sín á þessari stöðu sem stjórnvöld hafa byggt markvisst upp á meðan þeir sváfu á verðinum. Jafnaðarmenn hafa unnið að þessu máli allt kjörtímabilið en ekki bara rétt fyrir kosningar.

Marslögin, sem samþykkt voru í mars 2012 með atkvæðum ríkisstjórnarflokkanna en hjásetu og mótatkvæðum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokk, tryggðu Íslendingum þá stöðu gagnvart erlendum kröfuhöfum að samningar við þá geta orðið hluti af heildarlausn við losun fjármagnshafta. Með lögunum voru um 1500 milljarðar af erlendum eignum kröfuhafanna færður undir gjaldeyrishöftin. Samningsstaða íslenskra stjórnvalda byggir á þessari breytingu og þeirri stefnu að ganga eins langt og lög og þjóðréttarlegar skuldbindingar leyfa í vörn fyrir íslenska hagsmuni. Aðilar sem nú byggja þunga sinnar kosningarstefnu á þessari samningsstöðu treystu sér ekki til að skapa hana.

Tækifærið sem stjórnvöld hafa skapað byggir á mati erlendra kröfuhafa á raunvirði krónueigna sinna á bakvið gjaldeyrishöft og þrýstingi þeirra á að leysa til sín erlendu eignirnar. Heildarlausn á losun fjármagnshafta gæti því falið sér samninga sem tryggja að krónueignir erlendra kröfuhafa valdi ekki þrýstingi á gengið auk samkomulags um það á hvaða gengi viðskiptin fara fram. Fyrir utan þann mikla ávinning sem felst í losun fjármagnshafta er sá möguleiki fyrir hendi að krónueignirnir reynist verðmætari í höndum innlendra aðila á næstu árum og því gæti myndast bæði sölu- og gengishagnaður fyrir utan að mögulegt útgöngugjald á aðrar kvikar krónur skapar tekjur.

Umræða um mikinn eða skjótfenginn arð eða tekjur af háu útgöngugjaldi vegna slíkra samninga er ótímabær og óábyrg því mögulegur arður yrði aðeins innleystur á næstu árum. Opinberar yfirlýsingar stjórnvalda um áætlaðan ofsagróða og jafnvel ráðstöfun hans eru einnig líklegar til að veikja stöðuna gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þá er mikilvægt að hafa í huga að til að innleysa hagnaðinn gæti ríkið staðið frammi fyrir því verkefni á næstu árum að selja á ný stóra viðskiptabanka. Slíkt verkefni þyrfti að vanda vel og tryggja gagnsætt söluferli svo mistökin frá einkavinavæðingu Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks endurtaki sig ekki.

« Með EES samninginn á heilanum | Main | Stöðugur gjaldmiðill - raunhæf fyrstu skref »