Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
miðvikudagur
mar.062013

Stöðugur gjaldmiðill - raunhæf fyrstu skref

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna og Sjálfstæðir evrópumenn boða til hádegisfundar um leiðina út úr núverandi stöðu í peningamálum og að stöðugum framtíðargjaldmiðli.

 

Stöðugur gjaldmiðill er eitt brýnasta hagsmunamál fyrirtækja og heimila enda forsenda lægri verðbólgu og vaxtakostnaðar. Upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu og aðlögun í gegnum ERM II myntsamstarfið er raunhæfasta leiðin til að tryggja þetta markmið til frambúðar. En hvaða skref þarf að stíga nú til að komast út úr núverandi stöðu íslensks hagkerfis og inn í fordyri evrunnar? Er stuðnings að vænta við verkefnið?

Georg Brynjarsson, hagfræðingur hjá Utanríkisráðuneytinu, mun flytja inngangserindi sem lýsir leiðinni og helstu hindrunum á vegferð okkar að stöðugum framtíðargjaldmiðli. Georg er starfsmaður svokallaðs AdHoc starfshóps íslenskra stjórnvalda, evrópska seðlabankans, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og hefur rannsakað sérstaklega leið ríkja að inngöngu í ERM II og þau skilyrði sem þarf að uppfylla.

Þorsteinn Víglundsson, fulltrúi Sjálfstæðra evrópumanna og Vilhjálmur Þorsteinsson, fulltrúi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, bregðast við erindi Georgs og taka svo þátt í pallborði ásamt frummælanda og svara spurningum fundargesta.

Fundarstjóri er Eva H. Baldursdóttir.

Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn föstudaginn 8. mars á 2. hæð Kaffi Sólon, Bankastræti og stendur frá kl. 12 til 13:15. Gestir eru hvattir til að mæta tímanlega. Hægt er að kaupa léttan hádegisverð á staðnum.

« Marslögin tryggðu stöðu Íslands gagnvart erlendum kröfuhöfum | Main | Atvinnustefna um vöxt og nýsköpun »