Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
des.032012

Stjórn FFJ skiptir með sér verkum

Á stjórnarfundi 27. nóvember 2012 skipti nýendurkjörin stjórn FFJ með sér verkum. Hlutverk aðalstjórnarmanna eru óbreytt frá síðasta starfsári, eða sem hér segir:

Formaður er Arnar Guðmundsson.

Varaformaður er Guðbjörg Eva H. Baldursdóttir.

Spjaldskrárritari er Anna Sigrún Baldursdóttir.

Gjaldkeri er Gunnar Tryggvason.

Ritari er Vilhjálmur Þorsteinsson.

Í varastjórn félagsins sitja þau Margrét S. Björnsdóttir, Tjörvi Dýrfjörð, Ágúst Ólafur Ágústsson, Hilmar Sigurðsson og Dagbjört Hákonardóttir.

sunnudagur
nóv.252012

Samræða við Göran Persson þriðjudaginn 27. nóvember

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur þekkst boð Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um að eiga við okkur samræðu um jafnaðarstefnuna, stöðu hennar og framtíðarhorfur. Samræðan fer fram í Norræna húsinu, þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 15 með inngangsorðum Perssons. Síðan mun hann svara fyrirspurnum og ræða við fundarmenn til kl. 16:30. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Persson kemur til fundar við frjálslynda jafnaðarmenn að loknum fyrirlestri sem hann mun halda í Háskóla Íslandi sama dag milli kl. 12 og 14 um stöðuna í Evrópu, heimsmálunum og tækifæri Íslands. Upplagt er að ræða áfram á fundi FFJ það sem fram kemur í fyrirlestrinum.

Persson er okkur jafnaðarmönnum vel kunnur, en hann var forsætisráðherra Svíþjóðar í 10 ár samfleytt til ársins 2006, og þar áður fjármálaráðherra í 2 ár.  Hann hefur af mikilli reynslu að miðla, ekki síst af málefnum sem nú eru efst á baugi í íslenskum stjórnmálum: 

  • Sem fjármálaráðherra tókst honum að draga verulega úr hallarekstri ríkissjóðs með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurði. 
  • Svíar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1995 í hans tíð sem fjármálaráðherra.
  • Undir hans forsæti tóku Svíar stefnu á upptöku evrunnar í gegnum EMU samstarfið, en þeirri leið var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003.

Þetta og fleira til getum við rætt við Persson í óformlegu og léttu spjalli.

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna

fimmtudagur
nóv.152012

Fundargerð aðalfundar 14. nóvember 2012

Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna var haldinn að Laufásvegi 45, Reykjavík, þann 14. nóvember 2012 kl. 19:00. Boðað var til fundarins í tölvupósti til félagsmanna, á fésbókarsíðu félagsins og á vef þess.

Click to read more ...

sunnudagur
nóv.112012

Aðalfundur FFJ miðvikudagskvöld 14. nóvember

Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 14. nóvember nk. kl. 19:00 að Laufásvegi 45, Reykjavík. (Athugið breyttan tíma frá fyrra fundarboði!)

Click to read more ...

miðvikudagur
nóv.072012

Ný hugsun í atvinnumálum

Öflug atvinnuþróun er eitt brýnasta verkefni jafnaðarmanna á komandi kjörtímabili og áhrifamesta leiðin til að skapa fleiri atvinnutækifæri. Sókn í atvinnumálum verður að byggja á aukinni menntun, rannsóknum og þróunarstarfi með stuðningi einfalds og skilvirks stoðkerfis.

Click to read more ...

mánudagur
nóv.052012

McKinsey skýrslan: Samstaða um vaxtarstefnu fyrir Ísland?

Félag Frjálslyndra jafnaðarmanna heldur opinn hádegisfund þann 8. nóvember kl. 12.00 á efri hæð Kaffi Sólon.

Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey kynnti á dögunum nýja skýrslu um vaxtarstefnu fyrir Ísland (Charting a Growth Path for Iceland). Þar er fjallað um leiðir til að auka hagkvæmni í „innlenda geiranum“, fá meiri arð úr „auðlindageiranum“ og byggja upp „alþjóðlega geirann“. Ísland þurfi að brjótast út úr vítahring hás fjármagnskostnaðar, lítillar fjárfestingar og ónógs viðskiptaafgangs, og komast yfir á spor uppbyggingar með opnun fyrir samkeppni og fjárfestingu, lækkun vaxta, væntingum um jákvæðan viðskiptajöfnuð og þar með innstreymi gjaldeyris.

Ráðgjafarnir hvetja til að myndaður verði vaxtarvettvangur, Growth Forum, þar sem reynt yrði að ná eins breiðri samstöðu og unnt er um markmið, leiðir og nauðsynlegar aðgerðir. Er raunhæft að ná fram slíkri samstöðu? Eru skotgrafir milli flokka og hagsmunaafla of djúpar til að þær verði brúaðar í þágu sameiginlegrar sýnar? Eru tiltekin atriði í tillögum McKinsey þess eðlis að ólíklegt sé að um þau gæti náðst samkomulag? Geta hagsmunir „alþjóðlega geirans“ og „auðlindageirans“ til dæmis legið saman? Þessar spurningar snerta margvísleg viðfangsefni stjórnmálanna, meðal annars menntastefnu, atvinnu- og auðlindastefnu, og gjaldmiðils- og peningamálastefnu.

Um þetta og margt annað verður rætt og spurt á hádegisfundi FFJ fimmtudaginn 8. nóvember nk. á Kaffi Sólon, efri hæð. Fundurinn hefst kl. 12.00 og er öllum opinn. Léttur hádegisverður seldur á staðnum.

  • Arnar Guðmundsson, formaður FFJ, fv. aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og formaður Auðlindastefnunefndar, flytur inngangserindi og reifar viðfangsefnið.

Aðrir framsögumenn eru:

  • Ágúst Ólafur Ágústsson, efnahags- og atvinnuráðgjafi forsætisráðherra
  • Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins
  • Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands

Að loknum stuttum erindum verður tími fyrir hnitmiðaðar fyrirspurnir og umræður.

Fundarstjóri verður Eva H. Baldursdóttir, varaformaður FFJ.

Page 1 ... 4 5 6 7 8 ... 10 Næstu 6 fréttir »