Aðalfundur FFJ miðvikudagskvöld 14. nóvember
Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna verður haldinn miðvikudagskvöldið 14. nóvember nk. kl. 19:00 að Laufásvegi 45, Reykjavík. (Athugið breyttan tíma frá fyrra fundarboði!)
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf skv. lögum félagsins, en þau eru að samþykkja lagabreytingar og endurskoðaða reikninga, að kjósa fimm fulltrúa í aðalstjórn, þrjá í varastjórn og einn skoðunarmann reikninga, auk annarra mála. Reiknað er með stuttum en snörpum fundi.
Síðar sama kvöld, eða upp úr kl. 21:00, hefst á sama stað teiti stuðningsmanna Arnars Guðmundssonar formanns FFJ og frambjóðanda í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík 16.-17. nóvember nk. Allir eru velkomnir og léttar veitingar verða í boði.
Viðburðinn má finna hér á fésbók.
Fundarboð hefur verið sent félagsmönnum í tölvupósti. Félagsmenn sem hafa ekki fengið skeyti eru hvattir til að hafa samband þannig að unnt sé að leiðrétta skráningu tölvupóstfangs í félagatalinu.