Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
nóv.252012

Samræða við Göran Persson þriðjudaginn 27. nóvember

Göran Persson, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur þekkst boð Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um að eiga við okkur samræðu um jafnaðarstefnuna, stöðu hennar og framtíðarhorfur. Samræðan fer fram í Norræna húsinu, þriðjudaginn 27. nóvember og hefst kl. 15 með inngangsorðum Perssons. Síðan mun hann svara fyrirspurnum og ræða við fundarmenn til kl. 16:30. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum.

Persson kemur til fundar við frjálslynda jafnaðarmenn að loknum fyrirlestri sem hann mun halda í Háskóla Íslandi sama dag milli kl. 12 og 14 um stöðuna í Evrópu, heimsmálunum og tækifæri Íslands. Upplagt er að ræða áfram á fundi FFJ það sem fram kemur í fyrirlestrinum.

Persson er okkur jafnaðarmönnum vel kunnur, en hann var forsætisráðherra Svíþjóðar í 10 ár samfleytt til ársins 2006, og þar áður fjármálaráðherra í 2 ár.  Hann hefur af mikilli reynslu að miðla, ekki síst af málefnum sem nú eru efst á baugi í íslenskum stjórnmálum: 

  • Sem fjármálaráðherra tókst honum að draga verulega úr hallarekstri ríkissjóðs með blandaðri leið skattahækkana og niðurskurði. 
  • Svíar samþykktu inngöngu í Evrópusambandið í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1995 í hans tíð sem fjármálaráðherra.
  • Undir hans forsæti tóku Svíar stefnu á upptöku evrunnar í gegnum EMU samstarfið, en þeirri leið var hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003.

Þetta og fleira til getum við rætt við Persson í óformlegu og léttu spjalli.

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna

« Stjórn FFJ skiptir með sér verkum | Main | Fundargerð aðalfundar 14. nóvember 2012 »