Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
nóv.042012

Formaður FFJ í framboð

Arnar Guðmundsson, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, fyrrum aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og verðandi aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, býður sig fram til að skipa eitt af 4-5 efstu sætunum í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar 2013.

Click to read more ...

þriðjudagur
okt.232012

Réttindi í stjórnarskrá

Í aðdraganda kosninganna um nýja stjórnarskrá komu fram ýmsar athugasemdir og spurningar um efni tillagna stjórnlagaráðs. Af hægri kantinum, og úr hópi þeirra sem eru fremur bókstafstrúaðir í lögfræði, komu meðal annars fram efasemdir um tvö ný ákvæði sem varða réttindi fólks.

Click to read more ...

miðvikudagur
okt.172012

Stundum segir mynd meira en þúsund orð...

Þessi mynd rifjaðist upp við ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins sem kallar tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá "fúsk": 

Já, kanntu annan! Stundum er það svo að þeir sem styðja óbreytt ástand og óskýrar leikreglur eru þeir sem græða mest á því. Í 14 mánuði var ekki farið í efnislega umræðu á Alþingi af hálfu formannsins um frumvarpið, aðeins talað um ferlið og lagst í málþóf um dagsetningar. Í lýðræðissamfélagi þarf að gera kröfu til stjórnmálamanna um að undirbyggja mál sitt með rökum og staðreyndum, fremur en að slá fram orðum á borð við "fúsk".  Annars dæmir málflutningurinn sig sjálfur.

Ritstjórn ffj.is hvetur alla til að kynna sér tillögurnar, mæta á kjörstað á laugardaginn og taka sjálfstæða og upplýsta afstöðu til spurninganna sex.

þriðjudagur
okt.162012

Fullrætt stjórnarskrárákvæði

Ein af tillögum stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands er ekki aðeins afar brýn fyrir þjóðarhagsmuni, heldur er hún jafnframt sú tillagnanna sem hefur verið rýnd og rædd í hörgul á undanförnum áratugum - svo varla er nokkru við að bæta. Hér er átt við ákvæðið um þjóðareign á auðlindum. Þessi eina breyting væri nóg til að fá undirritaðan til að mæta á kjörstað og samþykkja. Ég hvet alla, sama hve efins þeir kunna að vera um einstakar aðrar tillögur, til að birta löggjafarsamkomunni hug sinn í verki hvað þetta sérstaka mál varðar.

Click to read more ...

miðvikudagur
okt.102012

Gjaldmiðillinn og atvinnulíf framtíðar

Opinn hádegisfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna með Gylfa Zoega hagfræðingi og Margréti Kristmannsdóttur, stjórnarmanni í SA.

Ákvörðun um skipan gjaldmiðilsmála þjóðarinnar er um leið stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum. Deilan um evru, krónu eða kanadadal snýst ekki bara um bakhjarl fyrir fjármálakerfið eða hagstjórnartæki heldur atvinnulíf framtíðarinnar. Mismunandi leiðir í gjaldmiðilsmálum hafa bein og óbein áhrif á það hvers konar atvinnulíf fær dafnað hér á landi, hvernig störf verða til í framtíðinni og gera Ísland samkeppnishæft um fólk, fyrirtæki og fjármagn.

Að mati Félags frjálslyndra jafnaðarmanna hefur þessum þætti verið of lítill gaumur gefinn. Því bauð FFJ Gylfa Zoega hagfræðingi á opinn hádegisfund til að ræða þessa hlið gjaldmiðilsmála. Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka verslunar og þjónustu og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins bregst við erindi Gylfa. Að því loknu er opið fyrir fyrirspurnir og ábendingar.

Súpufundur FFJ um gjaldmiðilinn og atvinnulíf framtíðar fer fram á efri hæð Kaffi Sólon í Bankastræti mánudaginn 15. október og stendur frá kl. 12 til 13:15. Fundurinn er opinn öllum hádegisverðargestum en á staðnum er seld súpa dagsins eða réttir af matseðli.

Allir velkomnir

þriðjudagur
okt.022012

Kaflaskil

Á vormánuðum verða kaflaskil. Um leið og einn farsælasti forsætisráðherra þjóðarinnar hverfur af vettvangi stjórnmálanna og nýr leiðtogi fer fyrir hreyfingu íslenskra jafnaðarmanna í kosningum, eru verkefni og áherslur stjórnvalda að breytast. Til að standa undir velferð og góðum lífskjörum þarf að ýta undir aukna fjárfestingu í atvinnulífinu og hvetja til nýsköpunar.

Click to read more ...

Page 1 ... 5 6 7 8 9 ... 10 Næstu 6 fréttir »