Opinn hádegisfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna með Gylfa Zoega hagfræðingi og Margréti Kristmannsdóttur, stjórnarmanni í SA.
Ákvörðun um skipan gjaldmiðilsmála þjóðarinnar er um leið stefnumótandi ákvörðun í atvinnumálum. Deilan um evru, krónu eða kanadadal snýst ekki bara um bakhjarl fyrir fjármálakerfið eða hagstjórnartæki heldur atvinnulíf framtíðarinnar. Mismunandi leiðir í gjaldmiðilsmálum hafa bein og óbein áhrif á það hvers konar atvinnulíf fær dafnað hér á landi, hvernig störf verða til í framtíðinni og gera Ísland samkeppnishæft um fólk, fyrirtæki og fjármagn.
Að mati Félags frjálslyndra jafnaðarmanna hefur þessum þætti verið of lítill gaumur gefinn. Því bauð FFJ Gylfa Zoega hagfræðingi á opinn hádegisfund til að ræða þessa hlið gjaldmiðilsmála. Margrét Kristmannsdóttir formaður Samtaka verslunar og þjónustu og stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins bregst við erindi Gylfa. Að því loknu er opið fyrir fyrirspurnir og ábendingar.
Súpufundur FFJ um gjaldmiðilinn og atvinnulíf framtíðar fer fram á efri hæð Kaffi Sólon í Bankastræti mánudaginn 15. október og stendur frá kl. 12 til 13:15. Fundurinn er opinn öllum hádegisverðargestum en á staðnum er seld súpa dagsins eða réttir af matseðli.
Allir velkomnir