Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
miðvikudagur
okt.172012

Stundum segir mynd meira en þúsund orð...

Þessi mynd rifjaðist upp við ummæli formanns Sjálfstæðisflokksins sem kallar tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá "fúsk": 

Já, kanntu annan! Stundum er það svo að þeir sem styðja óbreytt ástand og óskýrar leikreglur eru þeir sem græða mest á því. Í 14 mánuði var ekki farið í efnislega umræðu á Alþingi af hálfu formannsins um frumvarpið, aðeins talað um ferlið og lagst í málþóf um dagsetningar. Í lýðræðissamfélagi þarf að gera kröfu til stjórnmálamanna um að undirbyggja mál sitt með rökum og staðreyndum, fremur en að slá fram orðum á borð við "fúsk".  Annars dæmir málflutningurinn sig sjálfur.

Ritstjórn ffj.is hvetur alla til að kynna sér tillögurnar, mæta á kjörstað á laugardaginn og taka sjálfstæða og upplýsta afstöðu til spurninganna sex.

« Réttindi í stjórnarskrá | Main | Fullrætt stjórnarskrárákvæði »