Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
fimmtudagur
sep.062012

Ísland í Evrópusambandið 2020

Staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) er reglulega til umræðu. Þannig vilja sumir andstæðingar aðildar slíta viðræðum og koma reglulega fram kröfur um slíkt á Alþingi og víðar. Það má því ganga að því sem vísu að á því þingi sem brátt mun hefjast verði málið tekið aftur upp og þingsályktunartillaga þess efnis sett fram. Það er einnig ljóst að viðræðunum verður ekki lokið fyrir kosningar til Alþingis næsta vor. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að næsta ríkisstjórn Íslands leiði þær viðræður til lykta.

Click to read more ...

þriðjudagur
sep.042012

Samviska hins frjálslynda - Paul Krugman

Ritstjórn mælir með bók hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Paul Krugman: The Conscience of a Liberal sem kom út árið 2009 (endurútgefin). Gárungarnir vestan og austan hafs segja rit Krugmans eina af undirstöðum Obama ríkisstjórnarinnar við endurbætur á félags- og heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. Meginstef bókarinnar er efnahagslegt réttlæti og sú heildarhagsæld sem er fólgin í auknum tekjujöfnuði, en Krugman telur að því verði aðeins náð á pólitískri handstýringu í hagstjórninni.

Click to read more ...

mánudagur
sep.032012

Búin að græða. Svo átti að grilla í kvöld

föstudagur
ágú.312012

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti markar tímamót

Nú um mánaðarmótin sameinast ráðuneyti iðnaðar, sjávarútvegs, landbúnaðar og viðskipta í eitt öflugt ráðuneyti atvinnuvega og nýsköpunar. Hér er ekki aðeins um að ræða skipulagsbreytingar eða hagræðingu í stjórnarráðinu heldur mikilvægt skref í að nálgast atvinnumál, atvinnustefnu og framkvæmd hennar með nýjum hætti.

Click to read more ...

fimmtudagur
ágú.302012

Til hvers er félag frjálslyndra jafnaðarmanna?

Jafnaðarstefnan á sér langa og merka sögu. Þar sem stjórnmálahreyfingar hennar voru áhrifamestar á síðustu öld var lagður grunnur að þeim öflugu velferðar- og jafnréttissamfélögum sem eru jafnframt meðal samkeppnishæfustu samfélaga heims. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, FFJ, vill eiga málefnalega samræðu um framtíðarsýn og uppbyggingu samfélags - með tvíþættri áherslu frjálslyndra jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.

Click to read more ...

miðvikudagur
ágú.292012

Fréttaflutningur DV af flokksstjórnarfundi Samfylkingar "villandi og einhliða"

Margrét S. Björnsdóttir segir í kjallaragrein í DV í dag að fréttaflutningur blaðsins af flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðustu helgi hafi verið "villandi og einhliða". Margrét, sem er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, á þar við grein um samþykkt fundarins á tillögu sem heimilar að "skráðir stuðningsmenn" geti tekið þátt í vali á framboðslista flokksins, að ósk viðkomandi kjördæmisráðs. Í uppslætti DV voru fullyrðingar á borð við "Hrunflokkur hunsar umbótastarf" og að opin prófkjör væri nú heimiluð. Viðtöl voru einvörðungu tekin við þá sem voru ósáttir við hinar samþykktu tillögur. Þessi nálgun gefi að mati Margrétar "til kynna að allt umbótastarf Samfylkingarinnar standi og falli með þessari einu tillögu." Veruleikinn sé hins vegar allt annar.

Click to read more ...