Ísland í Evrópusambandið 2020
Staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) er reglulega til umræðu. Þannig vilja sumir andstæðingar aðildar slíta viðræðum og koma reglulega fram kröfur um slíkt á Alþingi og víðar. Það má því ganga að því sem vísu að á því þingi sem brátt mun hefjast verði málið tekið aftur upp og þingsályktunartillaga þess efnis sett fram. Það er einnig ljóst að viðræðunum verður ekki lokið fyrir kosningar til Alþingis næsta vor. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess að næsta ríkisstjórn Íslands leiði þær viðræður til lykta.