Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
föstudagur
ágú.312012

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti markar tímamót

Nú um mánaðarmótin sameinast ráðuneyti iðnaðar, sjávarútvegs,
landbúnaðar og viðskipta í eitt öflugt ráðuneyti atvinnuvega og
nýsköpunar.
Hér er ekki aðeins um að ræða skipulagsbreytingar eða
hagræðingu í stjórnarráðinu heldur mikilvægt skref í að nálgast
atvinnumál, atvinnustefnu og framkvæmd hennar með nýjum hætti.

Hinu nýja atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti er ekki skipt upp eftir
einstökum atvinnugreinum heldur þeim viðfangsefnum sem ríkið þarf að
sinna svo allar atvinnugreinar, rótgrónar jafnt sem nýjar, geti vaxið
og dafnað. Í stað þess að gera einstakar atvinnugreinar að sérstöku
viðfangsefni, og jafnvel vandamáli, sem þurfi sérstaka stjórnsýslu hjá
framkvæmdavaldinu, verður áherslan lögð á starfsskilyrði þeirra allra,
vaxtarmöguleika og sóknarfæri. Samkvæmt nýbirtu skipuriti verða
fagskrifstofurnar fjórar: Skrifstofa atvinnuþróunar sinnir hvers konar
stuðningi við nýsköpunar og framþróun atvinnulífsins. Skrifstofa
sjálfbærrar nýtingar fer með nýtingu auðlinda í atvinnuskyni.
Skrifstofa viðskiptahátta fer með samkeppnismál, fjármálamarkað og
almenn viðskiptamál. Skrifstofa afurða sinnir málum tengdum
matvælaframleiðslu, ræktun, sölu og dreifingu.

Í nýrri nálgun á stjórnsýslu og stefnumótun í atvinnumálum felast
mikil sóknarfæri og þá ekki síst fyrir þær greinar sem hingað til hafa
verið til hliðar við annars nokkurs heildstætt stoðkerfi
atvinnulífsins, þ.e. sjávarútveg og landbúnað. Báðar þessar greinar og
margvíslegur iðnaður og þjónustustarfsemi þeim tengd, geta skapað enn
aukin verðmæti með margvíslegri nýsköpun. Þær verða nú hluti af þeirri
flóru framsækinna atvinnugreina sem eiga það allar sameiginlegt að
þurfa gott og jákvætt starfsumhverfi á öllum sviðum og virkan stuðning
við nýsköpun og þróun.

Við hljótum líka að fagna því mjög að nú á að taka heildstætt á þeim
verkefnum sem fylgja því að sumar atvinnugreinar byggja á leyfum til
nýtingar auðlinda. Í stað þess að grípa um of inn í sjálfar
auðlindagreinarnar er mun farsælli nálgun að setja heildstæða
auðlindastefnu
með meginlínum í því hvernig sérleyfum til nýtingar er
úthlutað og með hvaða skilyrðum um skiptingu auðlindaarðsins og svo
framvegis en nálgast síðan þessar greinar með sama hætti og allar
aðrar, þ.e. sem tækifæri til verðmætasköpunar, nýsköpunar og
framþróunar séu skilyrði til slíks sköpuð.

Með stofnun þessa ráðuneytis eru jafnðarmenn loks að hrinda í
framkvæmd framfaramáli sem hefur verið á stefnuskrám flestra
stjórnmálaflokka á Íslandi árum eða áratugum saman. Það er svo efni í
aðra grein að rýna í viðbrögð sumra þeirra sem áður hafa talað fyrir
málinu, nú þegar það er loks orðið að veruleika.

« Búin að græða. Svo átti að grilla í kvöld | Main | Til hvers er félag frjálslyndra jafnaðarmanna? »