Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
miðvikudagur
ágú.292012

Fréttaflutningur DV af flokksstjórnarfundi Samfylkingar "villandi og einhliða"

Margrét S. Björnsdóttir segir í kjallaragrein í DV í dag að fréttaflutningur blaðsins af flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar síðustu helgi hafi verið "villandi og einhliða". Margrét, sem er formaður framkvæmdastjórnar flokksins, á þar við grein um samþykkt fundarins á tillögu sem heimilar að "skráðir stuðningsmenn" geti tekið þátt í vali á framboðslista flokksins, að ósk viðkomandi kjördæmisráðs. Í uppslætti DV voru fullyrðingar á borð við Hrunflokkur hunsar umbótastarf og að opin prófkjör væri nú heimiluð. Viðtöl voru einvörðungu tekin við þá sem voru ósáttir við hinar samþykktu tillögur. Þessi nálgun gefi að mati Margrétar "til kynna að allt umbótastarf Samfylkingarinnar standi og falli með þessari einu tillögu." Veruleikinn sé hins vegar allt annar.

Margrét rekur nánar atburðarás fundarins og lýsir sjónarmiðum þeirra sem þar töluðu og studdu tillöguna. Hún segir m.a.: "Þeir [...] bentu á að stjórnmálaþátttaka fólks hefði breyst, valkostum til áhrifa fjölgað, færri tækju þátt í hefðbundnu flokksstarfi, og flokkar yrðu að vera opnir fyrir margs konar tengslum við sína stuðningsmenn. Ungt fólk vildi ekki skuldbinda sig til langtíma flokksaðildar í sama mæli og fyrri kynslóðir. Samtíminn geri auknar kröfur um meiri hlutdeild fólks í ákvarðanatöku; persónukjör og margs konar beint lýðræði, sem allt er í stefnu Samfylkingarinnar. "

Fram kom einnig að tekið hefði verið á fjáraustri í prófkjörum með að setja honum þröngar skorður, bæði í leikreglum flokksins og í lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda.

Samkvæmt nýju reglunum hafa kjördæmisráð nú um fjórar leiðir að velja til að velja framboðslista Samfylkingarinnar. Halda má prófkjör þar sem einungis fullgildir flokksfélagar hafa atkvæðisrétt; prófkjör þar sem skráðir stuðningsmenn geta einnig tekið þátt; stilla upp lista eða kjósa hann á sérstökum kjörfundi. Verði prófkjör með þátttöku skráðra stuðningsmanna fyrir valinu munu þeir þurfa að skrá sig a.m.k. viku fyrir kjördag og skrifa undir sérstök eyðublöð með stuðningsyfirlýsingu og ýmsum skilyrðum, eigin hendi.

Margrét segir að lokum í grein sinni: "Íslenskir stjórnmálaflokkar eiga undir högg að sækja. Þeir eru lykilstoðir okkar lýðræðiskerfis. Fjölmiðlum ber að veita þeim aðhald. En það aðhald verður að vera málefnalegt og sanngjarnt. Fyrrnefnd frétt DV uppfyllir því miður ekki þau skilyrði."

Ritstjórn tekur undir orð Margrétar. 

« Til hvers er félag frjálslyndra jafnaðarmanna? | Main | Um stjórnarskrárbreytingar »