Samviska hins frjálslynda - Paul Krugman
Ritstjórn mælir með bók hagfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Paul Krugman: The Conscience of a Liberal sem kom út árið 2009 (endurútgefin). Gárungarnir vestan og austan hafs segja rit Krugmans eina af undirstöðum Obama ríkisstjórnarinnar við endurbætur á félags- og heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. Meginstef bókarinnar er efnahagslegt réttlæti og sú heildarhagsæld sem er fólgin í auknum tekjujöfnuði, en Krugman telur að því verði aðeins náð á pólitískum grunni.
Krugman varpar ljósi á hvernig millistétt bandaríkjanna varð til og blómstraði eftir efnahagsprógramm Franklin D. Roosevelt "New Deal" . Á þeim tíma var hagstjórn handstýrt, verkalýðshreyfingar styrktar og miklir skattar lagðir á auðmenn. Með skattlagningu voru fjármagnaðar aðgerðir og komið á "social security" og "medicare". Með þeim aðgerðum var verkalýðsstéttinni lyft upp úr fátækt og í kjölfarið stækkaði og blómstraði millistétt Bandaríkjanna m.a. með auknum kaupmætti.
Hnignun varð, að mati Krugman, þegar repúblikanar tóku við á nýjan leik í kringum 1970 og fóru að iðka stjórnmál sem Krugman vísar til sem "movement conservatism". Flokkurinn hafi beitt blekkingum og útúrsnúningum til að þjóna hagsmunum fárra aðallega hinna ríku. Íhaldssamar aðgerðir líkt og að lækka skatta á auðmenn og fyrirtæki, draga úr valdi verkalýðshreyfa og liða í sundir félagslegt kerfi hafi leitt til vaxandi ójöfnuðar í bandarísku samfélagi þar sem tekjur þeirra ríku hafa vaxið úr öllu valdi meðan tekjur verkafólks hafi staðið í stað.
Sú mynd sem Krugman dregur upp er sláandi milli tengsl hagstjórnar demókrata og repúblikana og áhrifum á bandarísks samfélags í heild sinni. Hann rekur pólitískt landslag og sögu bandaríkjanna frá árinu 1900 sem er aftar fróðlegt og myndin sem hann dregur upp er afar skýr. Jöfnuði og hagsæld er komið á með því að markvisst handstýra skattakerfinu með endurúthlutun gæða, sem fjármagni öflugt velferðarsamfélag sem skapi meiri hagsæld fyrir samfélagið allt.