Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
fimmtudagur
sep.062012

Ísland í Evrópusambandið 2020

Staða aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu (ESB) er reglulega til umræðu. Þannig  vilja sumir andstæðingar aðildar slíta viðræðum og koma reglulega fram kröfur um slíkt á Alþingi og víðar. Það má því ganga að því sem vísu að á því þingi sem brátt mun hefjast verði málið tekið aftur upp og þingsályktunartillaga þess efnis sett fram.   Það er einnig ljóst að viðræðunum verður ekki lokið fyrir kosningar til Alþingis næsta vor. Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi þess  að næsta ríkisstjórn Íslands leiði þær viðræður til lykta.

Stóra kosningamálið verður því væntanlega aðild Ísland að ESB og hvert framhald viðræðna verði.  Fastlega má búast við því að einhverjir þeirra flokka sem bjóða munu fram muni setja skýra stefnu um þetta mál og jafnvel lýsa því yfir að umsókn verði dregin til baka eða kosið verði um hvort viðræðum verði áfram haldið eða þeim slitið.  

Ég ætla í þessum pistli ekki að tíunda nauðsyn og gagnsemi þess að Ísland gangi í ESB heldur skoða annað smáríki sem staðið hefur í sömu sporum  og Ísland.  Eyríkið Malta sem telur um 400. þús. íbúa   gekk í ESB 1. maí 2004. Malta var jafnframt fámennasta og dreifbýlasta ríki sambandsins við inngöngu.  Inngangan var þó ekki átakalaus, í Möltu eru tveir stjórnmálaflokkar ríkjandi, Þjóðernissinnar og  Verkamannaflokkur. Auk þeirra eru smærri flokkar sem ekki eiga sæti á þingi.  Þjóðernissinnar voru fylgjandi aðild að ESB meðan Jafnaðarmenn voru á móti. En leið Möltu í ESB var töluvert flókin og hófst í raun 14 árum áður en aðild varð að veruleika.  Malta sótti fyrst um aðild að ESB í júlí árið 1990 og árið 1995 hófust  formlegar aðildarviðræður sambandsins við Möltu og Kýpur.  Þegar ný stjórn Verkmannaflokksins tók  við stjórnartaumunum  í landinu  árið 1996 var umsókn Möltu umsvifalaust dregin til baka og aðildaviðræðum slitið.  Rökin fyrir þeirri ákvörðun voru að mörgu leyti kunnugleg þar sem  framsal fullveldis, smæð Möltu og ótti við yfirráð ESB voru sett fram.   Eins var því haldið fram að lagakerfi ESB ætti ekki við í jafn fámennu ríki og Malta er.    

Í september árið 1998 var umókn Möltu endurvakin af nýrri ríkisstjórn Þjóðernissinna  og viðræður við ESB hófust af fullum þunga.  Malta gekk svo í ESB árið 2004 eftir aðildarkosningar og tók upp Evru árið 2008.  Leið Möltu í ESB  tók 14 ár og var þyrnum stráð þar sem samingaviðræður tóku langan tíma og viðræður lágu niðri nokkur ár.    

 Aðildarviðræður Íslands hafa tekið þegar þetta er skrifað á fjórða ár og þykir sumum nóg um.  Þó getur möguleg niðurstaða orðið sú að eftir Alþingiskosningar 2013 taki við völdum flokkar sem slíta munu aðildaviðræðum við ESB og þjóðin verði ekki spurð álits á því.    

 Aðildarviðræður gætu þá fyrst hafist aftur eftir kosningar 2017 af því gefnu að þá kæmi til valda ríkisstjórn sem hefði slíkt á stefnu sinni. Þær gætu þá mögulega klárast á einu til tveim árum og kosningar um inngöngu farið fram í kjölfarið.  Þá myndi Ísland mögulega ganga í ESB árið 2022. 12 árum eftir að Alþingi samþykkti þingsályktun um að Ísland skyldi sækja um inngöngu.   

« Kreddur frjálshyggjunnar og hreintrúar-hægrisins | Main | Samviska hins frjálslynda - Paul Krugman »