Formaður FFJ í framboð
Arnar Guðmundsson, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, fyrrum aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og verðandi aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, býður sig fram til að skipa eitt af 4-5 efstu sætunum í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar 2013.
Ritstjórn FFJ telur að Arnar myndi styrkja mjög þingflokk Samfylkingar á næsta kjörtímabili. Reynsla hans og þekking m.a. á atvinnu-, efnahags- og auðlindamálum mun skipta miklu máli þegar kemur að hinum stóru viðfangsefnum sem við blasa.
Arnar leggur áherslu á þau mál sem FFJ hefur sett á oddinn. Þar má nefna sköpun skilyrða fyrir framsækið atvinnulíf sem byggir á nýsköpun, menntun og heilbrigðri samkeppni. Gjaldeyris- og peningastefna með stefnu á ERM II og evru, stöðugleiki og vönduð hagstjórn eru þar lykilatriði. Þá þekkir Arnar vel málefni erlendrar fjárfestingar á Íslandi, sem verður afar mikilvæg á næsta kjörtímabili.
Framboð Arnars er með fésbókarsíðuna www.facebook.com/arnargudmunds og opinn vef á arnar.posterous.com.