Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
nóv.042012

Formaður FFJ í framboð

Arnar Guðmundsson, formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna, fyrrum aðstoðarmaður iðnaðarráðherra og verðandi aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra, býður sig fram til að skipa eitt af 4-5 efstu sætunum í forvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir Alþingiskosningar 2013.

Ritstjórn FFJ telur að Arnar myndi styrkja mjög þingflokk Samfylkingar á næsta kjörtímabili. Reynsla hans og þekking m.a. á atvinnu-, efnahags- og auðlindamálum mun skipta miklu máli þegar kemur að hinum stóru viðfangsefnum sem við blasa.

Arnar leggur áherslu á þau mál sem FFJ hefur sett á oddinn. Þar má nefna sköpun skilyrða fyrir framsækið atvinnulíf sem byggir á nýsköpun, menntun og heilbrigðri samkeppni. Gjaldeyris- og peningastefna með stefnu á ERM II og evru, stöðugleiki og vönduð hagstjórn eru þar lykilatriði. Þá þekkir Arnar vel málefni erlendrar fjárfestingar á Íslandi, sem verður afar mikilvæg á næsta kjörtímabili.

Framboð Arnars er með fésbókarsíðuna www.facebook.com/arnargudmunds og opinn vef á arnar.posterous.com.

« McKinsey skýrslan: Samstaða um vaxtarstefnu fyrir Ísland? | Main | Réttindi í stjórnarskrá »