Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
sunnudagur
sep.302012

Val á pólitískri forystu

Val á frambjóðendum er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálahreyfinga. Framundan er það val í Samfylkingunni bæði á landsfundi í febrúar nk. og í nóvember val á fulltrúum á framboðslista í öllum kjördæmum. Nýmæli er að í a.m.k. þremur af fimm kjördæmum (eitt á eftir að setja sínar reglur) geta svonefndir skráðir stuðningsmenn tekið þátt í vali í efstu sæti framboðslistanna.

Fyrirmyndir í evrópskum jafnaðarmannaflokkum

Fyrirmyndin er sótt til franskra, breskra, spænskra og grískra jafnaðarmannaflokka. Þar geta skráðir stuðningmenn ýmist tekið þátt í leiðtogavali, uppstillingu á framboðslista og hjá þeim spænsku og grísku í málefnastarfi einnig.  Röksemdir þessara flokka eru einkum þær að með þessu móti sé unnið gegn fækkun hefðbundinna flokksfélaga og náð til þess mikla fjölda sem hefur áhuga á stjórnmálum, styður stjórnmálaflokk, án þess að vilja taka þátt í hefðbundnu flokksstarfi. Pólitísk þátttökumynstur hafi breyst, fólk vilji í auknum mæli hafa áhrif, en vilji geta valið málefnin, valið einstaka efnilega frambjóðendur til að styðja og ekki síst valið sjálft þá tímapunkta þegar það kemur inn í starfið. Stjórnmálaflokkar verði að bregðast við breyttum aðstæðum með því að vera opnir fyrir nýjum þátttökuformum.

Ákvörðun Samfylkingarinnar um skráða stuðningmenn

Samfylkingin samþykkti með naumum meirihluta á flokksstjórnarfundi í ágúst sl. að kjördæmisráð flokksins gætu heimilað skráðum stuðningsmönnum, með ýmsum skilyrðum (sem ekki voru til staðar í opnum prófkjörum fyrri tíma), að taka þátt í vali á framboðslista. Var framkvæmdastjórn falið að setja um þetta reglur. Þær reglur verða væntanlega samþykktar á næsta fundi framkvæmdastjórnar og kveða á um skráningarform, réttindi og skuldbindingar, og heimild Samfylkingarinnar til að hafa samband við og miðla upplýsingum til viðkomandi.

Rannsókn á áhrifum íslenskra prófkjara

Galopin prófkjör fyrri tíma hafa á sér illt orð í mörgu tilliti, eins og flestir þekkja. Það er því athyglisvert að niðurstaða einu rannsóknarinnar,  sem gerð hefur verið á áhrifum prófkjara á Íslandi, er í meginatriðum sú að þau reyndust ekki skaðleg fyrir flokkana, ekki óhagstæð fyrir kvenframbjóðendur, ekki hafa neikvæð áhrif á samheldni flokka, endurnýjun var svipuð og við uppstillingu, og þau höfðu örlítil jákvæð áhrif á útkomu viðkomandi flokks. Fjárútlát frambjóðenda höfðu jákvæð áhrif á árangur þeirra, en fyrir slíkt hefir Samfylkingin kirfilega tekið með regluverki. Niðurstaða rannsakenda er því sú að prófkjörin verðskuldi ekki nema lítinn hluta þeirar gagnrýni sem þau hafi fengið.

Krafa tímans

Samtími okkar einkennist af kröfum um þátttöku og áhrif. Þjóðaratkvæðagreiðslur, persónukjör, íbúalýðræði og –samráð eru dæmi um slíkt. Stjórnmálaflokkar mega ekki loka sig af gagnvart þessum kröfum. Sá fámenni hópur sem telst til virkra flokksfélaga endurspeglar ekki nógu vel breiðan kjósendahóp flokkanna. Fyrir flokka er mikilvægt að leita til þess hóps við það mikilvæga verkefni að velja frambjóðendur. Þeim breiða hópi er vel treystandi fyrir þeirri ákvörðun. Þetta er vel þekkt fyrirbrigði sem á ensku heitir The wisdom of crowds.  Við eigum ekki að vera hrædd við þeirra niðurstöðu.

« Kaflaskil | Main | Hvað vilja stjórnvöld með samfélagslega ábyrgð fyrirtækja? »