Félagsfundur og jólafagnaður
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna heldur félagsfund og jólafagnað á þriðja degi jóla, fimmtudaginn 27. desember. Fundarstaður er í höfuðstöðvum Samfylkingarinnar Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík.
Félagsfundurinn hefst kl. 20:00.
Dagskrá:
1. Tillögur málefnanefnda fyrir landsfund Samfylkingarinnar 1. til 3. febrúar:http://www.samfylkingin.is/Stefnumal/Landsfundur_2013.
2. Kosning aðal- og varafulltrúa FFJ á landsfund. Aðalfélagar í FFJ eru kjörgengir, óháð búsetu.
3. Kosning aðal- og varafulltrúa FFJ í Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðalfélagar í FFJ með lögheimili í Reykjavík eru kjörgengir.
Jólafagnaður FFJ hefst upp úr kl. 21:00
Þar verður saga félagsins rifjuð upp yfir léttum veitingum.
Nýir félagar eru sérstaklega hvattir til að mæta og fræðast um félagið.
Hvetjum þá sem vilja gefa kost á sér sem fulltrúa á landsfund og/eða í fulltrúaráðið í Reykjavík til að senda okkur línu.
Efnt verður til samskota til að standa straum af kostnaði við jólagleðina.
Sjáumst í hátíðarskapi.