Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
þriðjudagur
apr.152014

Hugleiðing um trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju

Virðing fyrir mannréttindum og áhersla á félagslegt frjálslyndi, umburðarlyndi og fjölmenningu eru meðal hornsteina frjálslyndrar jafnaðarstefnu.

Trúfrelsi og frelsi frá trú eru grundvallarmannréttindi eins og þau eru skilgreind í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.

Mannréttindi eru algild og í eðli þeirra liggur að þau má ekki skerða, ekki heldur þótt meirihlutavilji standi til þess.

Frjálslyndir jafnaðarmenn hljóta að styðja jafnan rétt allra til lífsskoðunar, trúar eða trúleysis.

Ég tel þar af leiðandi rökrétt að frjálslyndir jafnaðarmenn leggist gegn því að tiltekið trúfélag njóti sérstakrar stöðu að lögum eða stjórnarskrá. Sú skoðun er óháð verðleikum þess trúfélags sem slíks.

Varðandi aðskilnað ríkis og kirkju má horfa til fordæmis Svía frá árinu 2000.

Ég mun beita mér hér eftir sem hingað til í samræmi við ofangreind sjónarmið í stjórnmálaumræðu og á vettvangi Samfylkingarinnar, og veit að ég á mörg skoðanasystkini í Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna og í flokknum.

Þeir sem vilja leggja sitt lóð á vogarskálarnar í þessu efni eru velkomnir í félagið!

 

« Ályktun um trúfrelsi, mannréttindi og stjórnmálaumræðu | Main | Ný stjórn kjörin á aðalfundi »