Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
föstudagur
jún.062014

Ályktun um trúfrelsi, mannréttindi og stjórnmálaumræðu

Á fundi sínum 5. júní 2014 samþykkti stjórn FFJ eftirfarandi ályktun:

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna átelur forystu Framsóknarflokksins í Reykjavík og á landsvísu fyrir að hafa meðvitað gert það að kosningamáli í nýliðnum borgarstjórnarkosningum hvort úthluta ætti lóð til Félags múslima á Íslandi vegna moskubyggingar.

Stjórn FFJ minnir á ákvæði stjórnarskrár lýðveldisins um trúfrelsi, og um jafnræði fyrir lögum án tillits m.a. til trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar og litarháttar. Ekki er unnt að kjósa um mannréttindi enda er tilgangur þeirra ekki síst að vernda minnihluta gagnvart meirihlutavilja hverju sinni.

Frjálslyndir jafnaðarmenn vilja stuðla að opnu, frjálsu, fjölbreyttu, alþjóðasinnuðu og umburðarlyndu fjölmenningarsamfélagi; samfélagi þar sem allir fá að njóta sín þótt ólíkir séu. Slíkt samfélag verður aðeins byggt á grunni algildra mannréttinda, réttláts og sanngjarns velferðarþjóðfélags, trausts réttarríkis, almennra leikreglna og virks lýðræðis.

Að höfða til hræðslu og óöryggis gagnvart minnihlutahópum og draga upp fordómafullar myndir af meintum eiginleikum þeirra er ekki sæmandi stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum sem vilja láta taka sig alvarlega og þykja tækir til samstarfs við stjórn sveitarfélaga eða landa.

Stjórn FFJ skorar á Framsóknarflokkinn að gera hreint fyrir sínum dyrum í þessum efnum. Innan flokksins eru vafalaust fjölmargir sem ekki geðjast hin nýja ásýnd hans. Hrósa má m.a. Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra og Hreiðari Eiríkssyni frambjóðanda hans í Reykjavík fyrir að tjá sig afdráttarlaust gegn þessum áherslum fyrir kosningar. Beri forysta flokksins heill og heilsu íslenskrar stjórnmálaumræðu og stöðu lýðræðis og mannréttinda í landinu fyrir brjósti þarf hún að tjá sig með afgerandi hætti og afneita álíka vinnubrögðum í framtíðinni.

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna


 

« Frjálslynd í borgarstjórn | Main | Hugleiðing um trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju »