Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
mánudagur
sep.252017

Ályktun um þinglok og nýja stjórnarskrá

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:

Fulltrúar stjórnmálaflokka á þingi semja nú sín á milli um nokkur lykilmál sem afgreiða á fyrir þinglok og kosningar. Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna skorar á fulltrúa Samfylkingarinnar og annarra flokka að leggja í þeim samningum áherslu á nauðsynleg ákvæði er varða stjórnarskrá landsins. Sem kunnugt er verður stjórnarskránni nú aðeins breytt með samþykki tveggja þinga og Alþingiskosningum á milli. Tækifæri til breytinga á stjórnarskrá gefst því aðeins núna, rétt fyrir þinglok, en annars ekki.

Rétt og mikilvægt er að gera nú tvær breytingar á gildandi stjórnarskrá.

Önnur þeirra er nýtt breytingaákvæði, þannig að breyta megi stjórnarskránni með einföldu samþykki Alþingis og þjóðaratkvæðagreiðslu á komandi kjörtímabili. Slíkt breytingaákvæði var í gildi árin 2013-2017 en rann út án þess að aðhafst væri. Án þess verður ekki unnt að gera neinar breytingar fyrr en í lok kjörtímabilsins og þá aðeins með tvöföldu samþykki Alþingis, ekki þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er óviðunandi, ef ætlunin er á annað borð að halda áfram með það verkefni, sem tveir þriðju kjósenda fólu stjórnvöldum í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, að setja landinu nýja stjórnarskrá á grundvelli frumvarps Stjórnlagaráðs.

Hin nauðsynlega viðbótin er nýtt ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. 83% þeirra sem afstöðu tóku í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012 vildu fá slíkt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldisins. Vandað auðlindaákvæði er tilbúið til samþykktar, margyfirfarið af sérfræðingum. Þar er átt við 35. gr. frumvarps meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar frá vori 2013 með breytingum meirihlutans og tilheyrandi greinargerð (hluti af þskj. 1111, 415. máli á 141. löggjafarþingi). Ekki verður séð að efnisleg eða tæknileg rök ættu að aftra meirihluta þingheims frá því að samþykkja auðlindaákvæðið nú þannig að nýtt þing geti tekið afstöðu til þess. Eins og áður sagði er tækifærið til að skila þessum skýra þjóðarvilja áfram núna en ekki síðar.

Ný stjórnarskrá er undirstaða fjölmargra umbóta í íslensku þjóðfélagi sem snúa m.a. að aðgengi almennings og fjölmiðla að upplýsingum, bættri stjórnsýslu, auknu eftirliti löggjafarvaldsins með framkvæmdarvaldinu, skýrari ábyrgð ráðherra og ríkisstjórnar, virkara lýðræði, sjálfbærri umgengni við náttúru, og víðtækari mannréttindum, svo fátt eitt sé nefnt. Það á í raun ekki að vera hlutverk stjórnmálamanna að setja sjálfum sér reglur, heldur er stjórnarskráin samfélagssáttmáli alls almennings við sjálfan sig. Það er því skylda stjórnmálanna að láta skýran vilja kjósenda ráða för og standa ekki í vegi fyrir því að nýrri og betri stjórnarskrá, íslenskri stjórnarskrá fyrir hið íslenska lýðveldi, verði lokið í lýðræðislegum lokaáfanga, helst á komandi kjörtímabili.

Stjórn Félags frjálslyndra jafnaðarmanna


 

« Aðalfundur FFJ 2021 | Main | Hlutverk ríkisins á víðsjárverðum tímum »