Ný stjórn kjörin á aðalfundi
Aðalfundur FFJ var haldinn 31. mars 2014 á KEX Hostel við Skúlagötu. Mæting var góð og fór fundurinn vel fram. Þar var m.a. samþykkt lagabreyting um að stjórnarmenn yrðu sjö í stað fimm, og varastjórnarmenn jafn margir. Að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum hélt Katrín Júlíusdóttir varaformaður Samfylkingarinnar stutt erindi og tók þátt í almennum umræðum.
Á fundinum voru eftirtalin kjörin í stjórn félagsins til næsta aðalfundar:
- Eva H. Baldursdóttir formaður
- Dagbjört Hákonardóttir varaformaður
- Arnar Guðmundsson spjaldskrárritari
- Vilhjálmur Þorsteinsson yfirféhirðir
- Baldvin Jónsson meðstjórnandi
- Haukur Hólmsteinsson meðstjórnandi
- Kristín Soffía Jónsdóttir meðstjórnandi
Í varastjórn voru eftirtalin kjörin:
- Ásgeir Runólfsson
- Gunnar Tryggvason
- Margrét Sigrún Björnsdóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Hilmar Sigurðsson
- Dóra Magnúsdóttir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir
Skoðunarmaður reikninga var kjörinn Tjörvi Dýrfjörð.
Nýkjörinni stjórn er óskað allra heilla og fráfarandi stjórn þökkuð störfin á liðnu starfsári.