Málefni fyrir landsfund
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna stóð fyrir vinnufundi um málefni landsfundar Samfylkingarinnar fimmtudaginn 17. janúar sl. 34 aðalfulltrúar félagsins á landsfund og varafulltrúar voru boðaðir sérstaklega. Á fundinum voru kynntar fyrirliggjandi tillögur að lagabreytingum, stefnu flokksins í lykilmálaflokkum og ályktanir sem sendar hafa verið til kynningar. Skipt var í þrjá vinnuhópa sem ræddu þrjá málaflokka hver og unnu athugasemdir. Stjórn félagsins mun senda almennar athugasemdir og ábendingar fyrir 21. janúar og fulltrúar vinnuhópanna munu útfæra breytingatillögur.
FFJ stefnir að því að halda landsfundarhóf fyrir aðal- og varafulltrúa enda hvetur félagið alla til að sækja landsfund og taka virkan þátt í störfum hans.