Hægri kanturinn


Kampavíns-komminn
tekur ofan fyrir Vigdísi Hauksdóttur, leiðtoga hreyfingarinnar sem berst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu, fyrir að birta þjóðinni með skýrum hætti þá þekkingu á Evrópumálum sem liggur til grundvallar heimssýn samtakanna og afstöðu. Sérstaka athygli vakti þekking þingmannsins og leiðtoga á stöðu eins af þeim aðildarríkjum sem Íslendingar hafa ekki síst litið til þegar kostir og gallar aðildar fyrir litla eyþjóð eru vegnir og metnir.

 

Hópefli á facebook

 

Höfundar greina

Leit
  • A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    A Theory of Justice: Original Edition (Oxford Paperbacks 301 301)
    by John Rawls
  • Capital in the Twenty-First Century
    Capital in the Twenty-First Century
    by Thomas Piketty
laugardagur
jan.192013

Málefni fyrir landsfund

Félag frjálslyndra jafnaðarmanna stóð fyrir vinnufundi um málefni landsfundar Samfylkingarinnar fimmtudaginn 17. janúar sl. 34 aðalfulltrúar félagsins á landsfund og varafulltrúar voru boðaðir sérstaklega. Á fundinum voru kynntar fyrirliggjandi tillögur að lagabreytingum, stefnu flokksins í lykilmálaflokkum og ályktanir sem sendar hafa verið til kynningar. Skipt var í þrjá vinnuhópa sem ræddu þrjá málaflokka hver og unnu athugasemdir. Stjórn félagsins mun senda almennar athugasemdir og ábendingar fyrir 21. janúar og fulltrúar vinnuhópanna munu útfæra breytingatillögur.

FFJ stefnir að því að halda landsfundarhóf fyrir aðal- og varafulltrúa enda hvetur félagið alla til að sækja landsfund og taka virkan þátt í störfum hans.

« Landsfundarteiti | Main | Framhald félagsfundar frá 27. desember »