Félag frjálslyndra jafnaðarmanna er félag áhugafólks um stjórnmál og stjórnkerfisumbætur. Það var upphaflega stofnað árið 1986 þegar Bandalag jafnaðarmanna gekk til liðs við Alþýðuflokkinn. Félagið á aðild að Samfylkingunni, en öllum er frjálst að vera á póstlista þess óháð flokksaðild.
Í stjórn félagsins sitja nú:
- Dagbjört Hákonardóttir formaður
- Freyja Steingrímsdóttir varaformaður
- Vilhjálmur Þorsteinsson yfirféhirðir
- Guðrún Jóna Jónsdóttir meðstjórnandi
- Haukur Hólmsteinsson meðstjórnandi
- Sindri Freyr Ásgeirsson meðstjórnandi
- Stefán Rafn Sigurbjörnsson meðstjórnandi
Varamenn í stjórn eru:
- Arnar Guðmundsson
- Gunnar Tryggvason
- Ásta Guðrún Helgadóttir
- Alexandra Ýr von Erven
- Jónas Már Torfason
- Hlöðver Skúli Hákonarson
- Þórunn Sveinbjarnardóttir
Stjórnin var kjörin á aðalfundi félagsins 4. nóvember 2021.
Félagið er með fésbókarsíðu sem er opin öllum sem þess óska.
Stofnskrá félagsins
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna er stofnað til að vinna að framgangi upplýstrar jafnaðarstefnu í anda valddreifingar, lýðræðis, frelsis og jafnréttis. Hin tvíþætta áhersla frjálslyndra jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar á brýnt erindi.
Leiðina til endurreisnar lífskjara, velferðarkerfis og samfélagslegrar þjónustu þarf að varða með atvinnustefnu þar sem áherslan er á að efla verðmætasköpun, nýsköpun og fjárfestingar með hvetjandi rekstrarumhverfi, skýrum og einföldum lagaramma, stöðugleika, öflugu menntakerfi, fríverslun og athafnafrelsi sem helst í hendur við samfélagslega ábyrgð og sjálfbæra þróun.
Þetta eru þau gildi sem Félag frjálslyndra jafnaðarmanna stendur fyrir og standa um leið hjarta stórs hluta þjóðarinnar afar nærri.
Lög félagsins
(Samþykkt á aðalfundi 6. október 2011, síðast breytt á aðalfundi 31. mars 2014)
1. Nafn félagsins er Félag frjálslyndra jafnaðarmanna.
2. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
3. Tilgangur félagsins er að vinna að framgangi upplýstrar jafnaðarstefnu í anda valddreifingar, lýðræðis og frelsis. Þetta skal gert með útgáfustarfsemi, ráðstefnum og öðrum þeim aðferðum sem vænlegar þykja stefnunni til framdráttar.
4. Aðalfundur félagsins skal haldinn á vormánuðum ár hvert. Aðalfundur samþykkir lagabreytingar, endurskoðaða reikninga og kýs sjö fulltrúa í aðalstjórn, sjö í varastjórn og einn skoðunarmann reikninga. Stjórnin skiptir með sér verkum og ber ábyrgð á starfi félagsins milli aðalfunda, þ.á.m. inngöngu nýrra félaga.
5. Félag frjálslyndra jafnaðarmanna er aðili að stjórnmálahreyfingu jafnaðarmanna, Samfylkingunni.